Rosaleg stórkarlamúsík 24. febrúar 2011 07:00 Klárir í slaginn Rokkararnir í Ham á æfingu fyrir tónleikana á Nasa. Hljómsveitin ætlar í hljóðver í næsta mánuði og stefnir á nýja plötu síðar á árinu.fréttablaðið/stefán Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira