Rosaleg stórkarlamúsík 24. febrúar 2011 07:00 Klárir í slaginn Rokkararnir í Ham á æfingu fyrir tónleikana á Nasa. Hljómsveitin ætlar í hljóðver í næsta mánuði og stefnir á nýja plötu síðar á árinu.fréttablaðið/stefán Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira