Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði 23. febrúar 2011 10:15 Þorsteinn Már Baldvinsson Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana. Samningur ESB og Marokkó, sem útilokar ekki að veitt sé á landgrunni Vestur-Sahara, rennur út í lok mánaðar, en sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu á fundi á mánudag að ganga til samninga við Marokkó á ný. Þar var ekki minnst á stöðuna í Vestur-Sahara. Ekki var þó einhugur meðal aðildarríkja því að Svíþjóð, Danmörk og Bretland kusu gegn því að ganga til samninga við Marokkó, og Þýskaland og Finnland sátu hjá. Um er að ræða hagsmunamál fyrir ESB þar sem ellefu aðildarríki stunda veiðar innan svæðis Marokkó, þar með talið á hafsvæði Vestur-Sahara. Í gegnum árin hafa íslensk útgerðarfyrirtæki haslað sér völl á hafsvæðinu út frá vesturströnd Afríku og sum þeirra á hafsvæðinu umdeilda. Þeirra á meðal er Sæblóm, sem var með mikil umsvif í borginni Laayoune, en er nú gjaldþrota. Einn af fyrrum forsvarsmönnum Sæblóms, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi vitað af deilum, en hafi sjálfur ekki orðið var við þær á sínum tíma.Þá voru skip frá Samherja á umræddu svæði við veiðar á makríl, hestamakríl og sardínu. Heildarafli síðasta árs var 60.000 tonn, en Samherjaskip hafa hins vegar ekki verið þar síðustu mánuði, að sögn forstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már að þó að málið sé pólitískt umdeilt séu fjölmargir að veiðum á svæðinu. Skip Samherja hafi verið þrjú talsins fram á síðasta ár og bæði veitt úr kvóta ESB og samkvæmt samningi við stjórnvöld í Marokkó. Spurður hvort þeir hygðu á frekari veiðar á svæðinu í framtíðinni sagði Þorsteinn að málið væri í skoðun. Hann sagði deilurnar ekki munu hafa áhrif á framtíðarstefnu Samherja á svæðinu. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira