Fótbolti

Stórkostlegt mark í MLS-deildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líberíumaðurninn Darlington Nagbe‏ skoraði stórglæsilegt mark fyrir lið sitt Portland Timbers gegn Sporting Kansas City. Markið dugði þó ekki til sigurs því Kansas vann leikinn 2-1.

Þetta var fyrsta mark Nagbe fyrir Portland Timbers en liðið er ungt að árum og að spila sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni. Nagbe er einnig að spila sitt fyrsta tímabil í deildinni en Portland valdi hann í nýliðavalinu.

Gengi liðsins hefur ekki verið sérstakt á tímabilinu. Liðið er í næst neðsta sæti vesturdeildar en fyrrum lærisveinar Teits Þórðarsonar í Vancouver Whitecaps verja botnsætið.

Þjálfari Portland er Skotinn smávaxni John Spencer sem gerði garðinn frægan sem framherji með Chelsea á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×