Enski boltinn

Nasri og King kepptu um kvenfólk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri.

Rígurinn á milli Arsenal og Tottenham tók á síg nýja mynd á dögunum þegar Samir Nasri, leikmaður Arsenal, og Ledley King, varnarmaður Tottenham, kepptust um kvenfólk á skemmtistað í Lundúnum.

Atvikið átti sér stað á Mayfair´s Whisky Mist. Báðir mættur þeir á staðinn upp úr miðnætti og fengu borð við hliðina á hvor öðrum.

Þeir heilsuðust kurteislega áður en þeir byrjuðu að keppa.

Keppnin gekk út á að kaupa dýrt kampavín og vodka sem átti að laða stelpurnar á staðnum á þeirra borð.

Þrátt fyrir góða tilburði beggja leikmanna urðu þeir báðir að lúta í lægra haldi fyrir prinsinum frá Brunei sem er milljarðamæringur og því eftirsóttari kostur en knattspyrnumennirnir að mati stúlknanna á staðnum.

Þær flykktust til prinsins á meðan knattspyrnumennirnir sátu einir ásamt félögum með kampavínið dýra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×