Fótbolti

Grikkirnir bíða spenntir eftir Eiði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er fastlega búist við því að þúsundir manna muni taka á móti Eiði Smára Guðjohnsen þegar hann kemur til Aþenu í kvöld. Þar mun hann skrifa undir samning við AEK Aþena.

Grískir fjölmiðlar hafa birt flugnúmer Eiðs svo fólk geti mætt út á flugvöll til þess að taka á móti Eiði er hann kemur ásamt föður sínum, Arnóri, og Arnari Grétarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá AEK.

Grískir fjölmiðlar segja að koma Eiðs séu stærstu tíðindin í gríska boltanum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×