Enski boltinn

Þrír tæpir hjá United fyrir bikarleikinn gegn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast til þess að tveir af þeim þremur leikmönnum sem misstu af leiknum gegn Stoke í gær geti spila með liðinu gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni um helgina.

Þeir Rio Ferdinand, Wayne Rooney og Edwin van der Sar misstu allir af leiknum í gær vegna meiðsla en United vann engu að síður, 2-1.

„Ég ef áhyggjur af öllum þremur," sagði Ferguson. „En við erum vongóðir um að tveir af þeim geti spilað um helgina."

Rooney meiddist á ökkla í leik United gegn West Brom á nýársdag og Ferdinand fékk hvíld eftir að hafa spilað mikið um hátíðarnar. Van der Sar hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins og hefur Tomasz Kuszczak tekið stöðu hans í markinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×