Innlent

Samtök vistheimilabarna fordæma sjóníðingana

Samtök vistheimilabarna fordæma það ofbeldi sem skipverjar á fiskveiðiskipinu Erlingi KE-140 frömdu á 13 ára barni þar um borð, og vilja benda á að það ofbeldi sem þessi ungi drengur mátti þola er að mörgu leiti af sama toga og vistheimilabörn þurftu að þola á mörgum illræmdum vistheimilum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þar segir að slíkt ofbeldi, og allt ofbeldi, er ólíðandi og ófyrirgefanlegt.

Svo segir orðrétt:

„Samtök vistheimilabarna vilja vekja athygli á því að þolendur slíks ofbeldis, sem drengnum var sýnt, geta átt lengi við sálræn vandamál að stríða og vilja samtökin hvetja til þess að drengnum verði útveguð rétt aðstoð til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins sem fyrst.

Við vottum hér með umræddum dreng og fjölskyldu hans samúð okkar um leið og við óskum honum og aðstandendum hans velfarnaðar í lífinu.“


Tengdar fréttir

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

"Þetta er alveg út í bláinn,“ segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fjórir skipverjar níddust á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×