Innlent

Umboðsmaður barna fagnar dómi yfir sjómönnum

Umboðsmaður barna fagnar dómnum yfir fjórum sjómönnum, sem beittu þrettán ára gamlan dreng kvikindislegu ofbeldi í tíu daga veiðitúr þar síðasta sumar.

„Enda er allt ofbeldi þar á meðal meiðandi og niðurlægjandi meðferð á börnum bönnuð. Dómurinn staðfestir það með óyggjandi hætti," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna um dóminn yfir karlmönnunum sem níddust á drengnum.

Málið er óvanalegt í ljósi þess að drengurinn var um borð í fiskveiðiskipi þegar atburðurinn átti sér stað.

Sjómennirnir lýstu ofbeldinu fyrir dómi sem „vægri busun". Mennirnir voru þó sakfelldir fyrir kynferðisbrot gegn drengnum. Þeir voru aftur á móti sýknaðir af því að hafa haldið í lappir hans þannig hann hékk út fyrir borðsstokkinn.

Samkvæmt sjómannalögum er ólöglegt að hafa starfsmenn, yngri en fimmtán ára, um borð. Faðir drengsins var einnig um borð. Samkvæmt dómsorði reyndi hann að stemma stigu við ofbeldið, meðal annars varð hann vitni af einu atvikinu skömmu áður en þeir komu aftur í land, og reiddist mönnunum mjög.

Allir mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundin fangelsi, en sá sem hlaut þyngsta dóminn fékk þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.


Tengdar fréttir

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

"Þetta er alveg út í bláinn,“ segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fjórir skipverjar níddust á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.