Enski boltinn

Martinez æfur út í dómarana - Yakubu kom ekki við boltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yakubu fagnar jöfnunarmarki sínu í dag.
Yakubu fagnar jöfnunarmarki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur við dómara leiks sinna manna gegn Blackburn í dag vegna umdeilds marks sem síðarnefnda liðið skoraði í leiknum.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en í stöðunni 2-1 fyrir Wigan skoraði Blackburn afar umdeilt mark. Yakubu ætlaði þá að taka hornspyrnu, hitti ekki boltann og Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen spilaði úr hornspyrnunni.

„Ég veit ekki hvort ég kom við boltann. Ég er ekki viss. Ég held að ég hafi ekki komið við hann en svona er fótboltinn,“ sagði Yakubu eftir leikinn.

Pedersen skaut að marki og Junior Hoilett skoraði svo í kjölfarið. Martinez var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir leik.

„Þetta var skelfileg ákvörðun hjá dómurunum. Yakubu kom ekki við boltann og því hefði auðvitað átt að dæma á þetta. Þetta er út í hött. Ég er sár vegna þess að markið fékk að standa, ekki vegna þess að við spiluðum illa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×