Enski boltinn

Heiðar hélt áfram þrátt fyrir meiðsli í andliti og skoraði tvö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar er hér í bakgrunni en því miður buðu erlendu myndaveiturnar ekki upp á betri myndir af honum í dag.
Heiðar er hér í bakgrunni en því miður buðu erlendu myndaveiturnar ekki upp á betri myndir af honum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Neil Warnock, stjóri QPR, lofaði Heiðar Helguson í hástert eftir að hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar spilaði þrátt fyrir að fengið högg í andlitið snemma leiks.

Heiðar lenti í samstuði við Robert Huth, varnarmann Stoke, snemma leiks og fékk hné Þjóðverjans í andlitið. Heiðar bólgnaði nokkuð illa á kinninni en hélt engu að síður áfram að spila.

„Heiðar var með golfbolta í andlitinu en lét það ekkert á sig fá,“ sagði Warnock í samtali við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„Hann hélt bara áfram að spila, enn ákveðnari fyrir vikið, og mér fannst hann frábær í báðum boxunum í kvöld. Ég held að kinnbeinið sé reyndar heilt en það hefur ekki skemmt fyrir að skora tvö mörk.“

„Það þarf að hafa fyrir hlutunum á Brittania-vellinum og þess vegna voru úrslitin svona frábær fyrir okkur. Það eru ekki mörgum sem finnst skemmtilegt að koma hingað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×