Innlent

Flogið með veikt grænlenskt barn til Íslands

Flogið var með veikt grænlenskt barn frá Sisimiut á Vesturströnd Grænlands til Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Það var sjúkraflugvél Mýflugs sem flaug frá Akureyri til Grænlands.

Læknir og sjúkraflutningsmaður fóru um borð í flugvélinni sem lenti aftur í Reykjavík klukkan fimm í morgun. Farið var með barnið á Landspítalann þar sem barnið hlaut viðeigandi ummönnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×