Nýtt nýra breytti öllu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2011 19:30 Það breytti öllu að fá nýtt nýra segir kona sem hefur tvisvar farið í nýrnaígræðslu. Í fyrra skiptið var hún aðeins fimmtán ára og hafði þá verið veik í nokkur ár. Hún hvetur fólk til að gerast líffæragjafar þar sem svo margir þarfnist líffæra. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að sautján Íslendingar hafa gengist undir nýrnaígræðslu í ár sem er metfjöldi. Síðastliðinn áratug hafa að jafnaði aðeins verið gerðar tíu til ellefu slíkar aðgerðir verið gerðar á ári. Dilja Ólafsdóttir fór í sína fyrstu nýrnaígræðslu árið 1986 þegar hún var fimmtán ára. Hún hafði þá verið mikið veik í nokkur ár vegna fæðingargalla og meðal annars lítið getað sinn námi. „Ég var stanslaust veik. Ég bjó nú í Vestmannaeyjum. Þannig að ég þurfti að fljúga á milli þrisvar í viku. Það fylgdi því mikil ógleði og rosaleg þreyta alltaf þannig að ég var eiginlega alla daga minnt á að ég væri mjög veik. Það breyttist þegar að ég fékk nýtt nýra. Ég fékk matarlyst og mátti borða hvað sem var. Ég gat stundað nám og tekið þátt í öllu sem mig langaði,“ segir Diljá. Diljá segir aðgerðina hafa haft mikil áhrif á líf sitt og breytt öllu. Næstu ár gat hún lifað frekar eðlilegu lífi. Ígrædd nýru endast aðeins í takmarkaðann tíma og því getur fólk þurft að fara í gegnum nokkrar ígræðslur á ævinni. Árið 2004 tók Diljá að veikjast aftur en líkami hennar var þá farinn að hafna nýranu. Hún fór því aftur í nýrnaígræðslu árið 2009. Diljá segir líffæragjafa mjög mikilvæga. „Það er náttúrulega rosalega mikilvægt fyrir þá sem þurfa líffæri og það er náttúrulega í dag orðin mjög mikil þörf fyrir það.“ Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir því að fólk vilji ekki gefa líffæri sín við andlát nema að hafa tekið það fram áður. Þetta er nokkuð ólíkt því sem gerist hjá flestum nágrannaþjóðum okkar þar sem allir eru líffæragjafar nema þeir hafi tekið annað sérstaklega fram. Diljá vill að íslenskum lögum verði breytt á þann hátt og telur að slíkt myndi hjálpa mikið. „Þeir sem vilja ekki láta bara vita af því. Ég hvet fólk eindregið að gefa úr sér líffæri ef það er á annað borð ekki að nota þau. Það eru svo margir sem þarfnast þeirra.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Það breytti öllu að fá nýtt nýra segir kona sem hefur tvisvar farið í nýrnaígræðslu. Í fyrra skiptið var hún aðeins fimmtán ára og hafði þá verið veik í nokkur ár. Hún hvetur fólk til að gerast líffæragjafar þar sem svo margir þarfnist líffæra. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að sautján Íslendingar hafa gengist undir nýrnaígræðslu í ár sem er metfjöldi. Síðastliðinn áratug hafa að jafnaði aðeins verið gerðar tíu til ellefu slíkar aðgerðir verið gerðar á ári. Dilja Ólafsdóttir fór í sína fyrstu nýrnaígræðslu árið 1986 þegar hún var fimmtán ára. Hún hafði þá verið mikið veik í nokkur ár vegna fæðingargalla og meðal annars lítið getað sinn námi. „Ég var stanslaust veik. Ég bjó nú í Vestmannaeyjum. Þannig að ég þurfti að fljúga á milli þrisvar í viku. Það fylgdi því mikil ógleði og rosaleg þreyta alltaf þannig að ég var eiginlega alla daga minnt á að ég væri mjög veik. Það breyttist þegar að ég fékk nýtt nýra. Ég fékk matarlyst og mátti borða hvað sem var. Ég gat stundað nám og tekið þátt í öllu sem mig langaði,“ segir Diljá. Diljá segir aðgerðina hafa haft mikil áhrif á líf sitt og breytt öllu. Næstu ár gat hún lifað frekar eðlilegu lífi. Ígrædd nýru endast aðeins í takmarkaðann tíma og því getur fólk þurft að fara í gegnum nokkrar ígræðslur á ævinni. Árið 2004 tók Diljá að veikjast aftur en líkami hennar var þá farinn að hafna nýranu. Hún fór því aftur í nýrnaígræðslu árið 2009. Diljá segir líffæragjafa mjög mikilvæga. „Það er náttúrulega rosalega mikilvægt fyrir þá sem þurfa líffæri og það er náttúrulega í dag orðin mjög mikil þörf fyrir það.“ Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir því að fólk vilji ekki gefa líffæri sín við andlát nema að hafa tekið það fram áður. Þetta er nokkuð ólíkt því sem gerist hjá flestum nágrannaþjóðum okkar þar sem allir eru líffæragjafar nema þeir hafi tekið annað sérstaklega fram. Diljá vill að íslenskum lögum verði breytt á þann hátt og telur að slíkt myndi hjálpa mikið. „Þeir sem vilja ekki láta bara vita af því. Ég hvet fólk eindregið að gefa úr sér líffæri ef það er á annað borð ekki að nota þau. Það eru svo margir sem þarfnast þeirra.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira