City virðist óstöðvandi - fyrst til að vinna Newcastle Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Balotelli fagnar, já fagnar, marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester City vann í dag enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Newcastle í toppslag deildarinnar. Newcastle tapaði þar með sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu en City trónir á topppi deildarinnar með væna forystu. Mario Balotelli, Micah Richards og Sergio Agüero skoruðu mörk City í dag en Balotelli og Agüero skoruðu báðir úr vítaspyrnu. Dan Gosling skoraði svo mark Newcastle seint í leiknum. Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að hvíla Spánverjann David Silva í dag þar sem liðið á mikilvægan leik gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu í nsætu viku. Mario Balotelli og Sergio Agüero voru þó í fremstu víglínu hjá City. Hjá Newcastle var Hatim Ben Arfa í byrjunarliði í fyrsta sinn síðan hann fótbrotnaði illa þann 3. október í fyrra, einmitt á heimavelli Manchester City, eftir tæklingu Nigel de Jong sem var einnig í byrjunarliði City. City stjórnaði leiknum strax frá fyrstu mínútu og komust gestirnir frá Newcastle varla yfir miðju í upphafi leiksins. Micah Richards var næstum búinn að skapa hættulegt færi í upphafi leiksins fyrir City en varnarmaðurinn öflugi, Steven Taylor, náði að komast fyrir fyrirgjöf hans. Balotelli komst svo nálægt því að skora er hann skallaði að marki eftir fyrirgjöf James Milner frá hægri en hollenski markvörðurinn Tim Krul varði boltann glæsilega í horn. En Newcastle fékk líka sín færi og á 34. mínút var Demba Ba nálægt því að skora enda í frábæru færi eftir laglegan undirbúning Ben Arfa. En Joe Hart, markvörður City, er líka öflugur og varði skot Ba í horn. Heimamenn komust svo loksins yfir undir lok fyrri hálfleiks og var sjálfur Mario Balotelli þar að verki með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að Ryan Taylor, varði skot Yaya Toure að marki með höndinni. Richards náði svo að bæta öðru marki við stuttu síðar og aftur var Ryan Taylor sökudólgurinn. Hann missti saklausa sendingu Sergio Agüero inn fyrir sig og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Richards sem skoraði af stuttu færi. Fjörið hélt svo áfram í seinni hálfleik og átti Ben Arfa til að mynda skot í stöng þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum. En það var þó City fyrst og fremst sem stjórnaði leiknum og liðið skoraði sitt þriðja mark úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Ben Arfa hafði brotið á Richards. Sergio Agüero skoraði úr vítaspyrnunni, þar sem Mario Balotelli fór af velli fyrir David Silva stuttu áður. Dan Gosling náði að klóra í bakkann fyrir gestina undir lokin, er hann fylgdi eftir skoti Demba Ba sem var varið. Markið kom þó allt of seint og sigur City-manna löngu tryggður. Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Manchester City vann í dag enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Newcastle í toppslag deildarinnar. Newcastle tapaði þar með sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu en City trónir á topppi deildarinnar með væna forystu. Mario Balotelli, Micah Richards og Sergio Agüero skoruðu mörk City í dag en Balotelli og Agüero skoruðu báðir úr vítaspyrnu. Dan Gosling skoraði svo mark Newcastle seint í leiknum. Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að hvíla Spánverjann David Silva í dag þar sem liðið á mikilvægan leik gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu í nsætu viku. Mario Balotelli og Sergio Agüero voru þó í fremstu víglínu hjá City. Hjá Newcastle var Hatim Ben Arfa í byrjunarliði í fyrsta sinn síðan hann fótbrotnaði illa þann 3. október í fyrra, einmitt á heimavelli Manchester City, eftir tæklingu Nigel de Jong sem var einnig í byrjunarliði City. City stjórnaði leiknum strax frá fyrstu mínútu og komust gestirnir frá Newcastle varla yfir miðju í upphafi leiksins. Micah Richards var næstum búinn að skapa hættulegt færi í upphafi leiksins fyrir City en varnarmaðurinn öflugi, Steven Taylor, náði að komast fyrir fyrirgjöf hans. Balotelli komst svo nálægt því að skora er hann skallaði að marki eftir fyrirgjöf James Milner frá hægri en hollenski markvörðurinn Tim Krul varði boltann glæsilega í horn. En Newcastle fékk líka sín færi og á 34. mínút var Demba Ba nálægt því að skora enda í frábæru færi eftir laglegan undirbúning Ben Arfa. En Joe Hart, markvörður City, er líka öflugur og varði skot Ba í horn. Heimamenn komust svo loksins yfir undir lok fyrri hálfleiks og var sjálfur Mario Balotelli þar að verki með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að Ryan Taylor, varði skot Yaya Toure að marki með höndinni. Richards náði svo að bæta öðru marki við stuttu síðar og aftur var Ryan Taylor sökudólgurinn. Hann missti saklausa sendingu Sergio Agüero inn fyrir sig og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Richards sem skoraði af stuttu færi. Fjörið hélt svo áfram í seinni hálfleik og átti Ben Arfa til að mynda skot í stöng þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum. En það var þó City fyrst og fremst sem stjórnaði leiknum og liðið skoraði sitt þriðja mark úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Ben Arfa hafði brotið á Richards. Sergio Agüero skoraði úr vítaspyrnunni, þar sem Mario Balotelli fór af velli fyrir David Silva stuttu áður. Dan Gosling náði að klóra í bakkann fyrir gestina undir lokin, er hann fylgdi eftir skoti Demba Ba sem var varið. Markið kom þó allt of seint og sigur City-manna löngu tryggður.
Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira