Innlent

Selja flugmiða til Noregs á átta þúsund krónur

Flogið verður til Keflavíkur.
Flogið verður til Keflavíkur.
Lággjaldaflugfélagið Norwegian ætlar að hefja áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar í sumar. Þetta staðfestir talskona félagsins við heimasíðuna Túrista. Boðið verður upp á þrjár ferðir í viku og til að byrja með aðeins um sumarið en markmiðið sé að fljúga allt árið.

Ódýrustu flugmiðarnir hjá Norwegian, aðra leið, verða seldir á um átta þúsund íslenskar en við það bætist gjald fyrir innritaðar töskur. Norwegian er næst stærsta flugfélagið í Skandinavíu og þriðja stærsta lággjaldafélagið í Evrópu.

Þá er ljóst að töluverð samkeppni verður um flug frá Íslandi í sumar en Isavia birti á fimmtudaginn lista yfir átján flugfélög sem hafa sótt um að hafa afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Þar af ætla fjórtán að halda úti áætlunarflugi samkvæmt Isavia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×