Enski boltinn

Tottenham búið að selja Keane til Birmingham fyrir 6 milljón punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Mynd/Nordic Photos/Getty

Tottenham er búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í Robbie Keane en leikmaðurinn á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og fyrr ganga kaupin ekki í gegn.

Keane hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, og löngu ljóst að hann þyrfti að yfirgefa félagið ætlaði hann sér að fá eitthvað að spila á þessu tímabili.

Keane er 30 ára framherji sem kom aftur til Tottenahm árið 2009 aðeins sex mánuðum eftir að hann fór til Liverpool. Hann hefur aðeins fengið að koma við sögu í þrettán leikjum Tottenham á tímabilinu þar af sem varamaður í ellefu þeirra.

Keane var lánaður til skoska liðsins Celtic á þessum tíma fyrir ári síðan en nú ákvað Tottenham að selja írska landsliðsfyrirliðann. Birmingham hafði betur í baráttunni við West Ham sem hafði einnig áhuga á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×