Erlent

Söfnuðu braki af bændum og stálu hönnuninni

Herþotan sem um ræðir.
Herþotan sem um ræðir.

Sérfræðingum í bandaríska hernum brá heldur betur í brún á dögunum þegar kínverski herinn frumsýndi nýja stealth herþotu sem er nær ógjörningur að sjá á flugi. Svo virðist sem hönnun vélarinnar sé stolin.

Það var árið 1999 þegar serbneskir hermenn skutu fyrir hreina heppni bandaríska stealth ofurþotu niður yfir Kosovo. Þotan var af gerðinni F-117 Nigthawk og er ómögulegt að greina í lofti eða á ratsjám. Flugmaðurinn komst lífs af en brak flugvélarinnar dreifðist um stórt svæði.

Bændur tóku sig til og söfnuðu brakinu. Njósnarar kínverska ríkisins keyptu síðan upp alla hlutana.

Því brá bandaríska hernum heldur betur í brún í byrjun janúar þegar kínverski herinn frumsýndi herþotu sem þeir kalla J-20. Þotan er nákvæmlega eins og sú Bandaríska.

Og þó svo að þotan sé byggð á minnsta kosti tólf ára gamalli hönnun þá er hún engu að síður á pari við nýjustu tækni í dag að sögn sérfræðinga. Kínverjar hafa verið iðnir við að stela upplýsingum annarstaðar frá, meðal annars voru þeir grunaðir um að njósna um íslenska erfðagreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×