Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, AEK Aþena, vann nauman 1-0 sigur á Panionios í grísku úrvalsdeildinni í gær.
Þetta er í annað skipti á leiktíðinni sem Eiður Smári er á meðal varamanna liðsins en AEK vann í gær sinn þriðja sigur í alls fjórum leikjum á tímabilinu. Liðið er því með níu stig og á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum.
Olympiakos er eina liðið sem er enn með fullt hús stiga en liðið hefur aðeins leikið þrjá leiki til þessa á tímabilinu.
AEK hefur þó tapað báðum leikjum sínum til þessa í Evrópudeild UEFA, nú síðast fyrir Sturm Graz á heimavelli á fimmtudagskvöldið síðastliðið.
Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 58. mínútu en sigurmarkið skoraði Costas Manolas með skalla á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins.
Elfar Freyr Helgason var ekki í leikmannahópi AEK í gær.
Eiður kom inn á sem varamaður er AEK vann nauman sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Ég biðst afsökunar“
Körfubolti


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice
Körfubolti


Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina
Enski boltinn
