Íslenski boltinn

Bretarnir verða áfram hjá Fram - Lennon samdi til 2013

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Lennon, leikmaður Fram.
Steven Lennon, leikmaður Fram. Mynd/Daníel
Bretarnir fjórir verða áfram í herbúðum Fram á næsta tímabili - þeir Sam Tillen, Sam Hewson, Steven Lennon og Allan Lowing.

Þetta staðfesti Guðmundur Torfason, formaður meistaraflokksráðs Fram, í samtali við Vísi í dag.

Allir voru þeir samningsbundnir Fram til lengri nema Lennon sem hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Safamýrafélagið. Tillen á tvö ár eftir af sínum samningi og þeir Hewson og Lowing eru samningsbundir til 2012.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fram sem bjargaði sér frá falli úr Pepsi-deildinni með frábærum lokaspretti á tímabilinu sem lauk um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×