Íslenski boltinn

Bjarni: Kjartan er frábær leikmaður

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, var í dag valinn besti leikmaður síðari hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir að hann sé vel að því kominn.

„Þetta er rosalega öflugur strákur," sagði Bjarni. „Hann er mjög vinnusamur og oft er vanmetið hvað hann er duglegur og gerir mikið fyrir liðið."

„Svo skoraði hann fullt af mörkum fyrir okkur. Hann er því frábær leikmaður sem hefur lagt mikið til liðsins."

Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×