Fótbolti

Howard Webb dæmir á EM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Howard Webb
Howard Webb Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski dómarinn Howard Webb er einn af þeim tólf dómurum sem UEFA hefur tilnefnt sem dómara á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer í Úkraínu og Póllandi næsta sumar.

Webb dæmdi úrslitaleikinn á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 og setti þá met með því að gefa 14 gul spjöld. Hann var samt gagnrýndur fyrir að reka ekki Hollendinginn Nigel De Jong útaf fyrir gróft brot.

Einn Norðurlandabúi er í tólf manna hópnum en það er hinn 37 ára gamli Svíi Jonas Eriksson. Eriksson hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2002 en er að fara að dæma á sínu fyrsta stórmóti.

Dómararnir munu hafa aðstoðardómara á marklínunni á mótinu líkt og hefur verið prufað í Evrópudeildinni en það verður í fyrsta sinn sem fimm dómarar koma að leikjum á stórmóti í fótboltanum.

Dómaratilnefningar UEFA fyrir EM 2012:

Cuneyt Cakır (Tyrkland)

Jonas Eriksson (Svíþjóð)

Viktor Kassai (Ungverjaland)

Bjorn Kuipers (Holland)

Stéphane Lannoy (Frakkland)

Pedro Proença (Portúgal)

Nicola Rizzoli (Ítalía)

Damir Skomina (Slóvenía)

Wolfgang Stark (Þýskaland)

Craig Thomson (Skotland)

Carlos Velasco Carballo (Spánn)

Howard Webb (England)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×