Innlent

Hreyfingin leggst gegn Icesave samningnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þór Saari segir áhættuna vegna Icesave vera of mikla.
Þór Saari segir áhættuna vegna Icesave vera of mikla.
Hreyfingin telur nýja Icesave samninginn of áhættusaman til að hægt sé að samþykkja hann. Þetta kemur fram í nefndaráliti Þórs Saari, sem sæti á í fjárlaganefnd Alþingis. Þór segir í nefndarálitinu að skuldsetning ríkissjóðs og þjóðarbúsins sé nú þegar við þolmörk eða komin yfir þau og því sé of áhættusamt að bæta við skulda vegna Icesave sem geti numið 233 milljörðum króna.

Í álitinu segir að siðferðilegt álitamál sem ekki hafi verið nægjanlega rætt sé hvort réttlætanlegt sé að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á almenning í landinu. Í tilfelli Landsbankans hf séu uma ð ræða fyrirtæki sem virðist ekki eingöngu hafa staðið að rangri upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og almennings heldur einnig tekið stöðu gegn krónunni í gjaldmiðlaskiptasamningum.

Samninganefnd Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum í deilunni um Icesave kynnti drög að samningnum þann 9. desember síðastliðinn. Samkvæmt honum munu Íslendingar greiða umtalsvert lægri vexti af Icesave en kveðið var á um í fyrri samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×