Enski boltinn

Ferguson: Ég mun hætta í fótbolta þegar ég hætti hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hann muni hætta afskiptum sínum af fótbolta þegar hann hættir sem stjóri United. Manchester United mætir Aston Villa á Old Trafford á eftir og hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

Ferguson er orðinn 69 ára gamall en hann hefur setið í stjórastólnum hjá Manchester United síðan í nóvember 1986 eða lengst allra stjóra félagsins frá upphafi. Ferguson bætti met Matt Busby í desember.

Ferguson segist myndi vilja fá lítið hlutverk hjá félaginu eins og Busby fékk á sínum tíma. Busby varð yfirmaður knattspyrnumála hjá United þegar hann hætti 1969, snéri síðan aftur í stjórastólinn í stuttan tíma áður en hann hætti endalega afskiptum af félaginu.

„Ég mun hætta í fótbolta þegar ég hætti hjá United. Þá mun ég labba út í sólarlagið," sagði Ferguson sem er á góðri leið með að gera Manchester United að Englandsmeisturum í tólfta sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×