Fótbolti

Adriano kemur í stað Ronaldo hjá Corinthians

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adriano.
Adriano. Mynd/AFP
Brasilíski framherjinn Adriano hefur enn á ný sagt skilið við evrópska fótboltann og er á heimaleið frá Ítalíu. Roma sagði upp samningi hans eftir tíu mánuði fulla af eintómum vonbrigðum en Adriano fékk hinsvegar strax samning hjá brasilísla liðinu Corinthians.

„Corinthians mun ekki sjá eftir þessu. Ég er baráttu leikmaður og ætla ekki að búa til vandræði heldur að skora mörk," sagði Adriano í viðtali við Folha de Sao Paulo.

Adriano fyllir skarð Ronaldo hjá Corinthians en Ronaldo lagði skóna á hilluna á dögunum. Adriano er enn bara 29 ára gamall og ætti því að eiga nóg eftir sem leikmaður.

„Ég veit alveg hvað ég get en núna þarf ég að vera þolinmóður á meðan ég kemst í gott formi á ný. Ég ætla að halda áfram með mitt líf og spila fótbolta," sagði Adriano.

Adriano var með samning til ársins 2013 hjá Roma en hefur lítið spilað vegna allskyns meiðsla. Adriano hafði áður flúið ítalska boltann en hann fór þá til Flamengo og hjálpaði liðinu að verða brasilískur meistari 2009.

Adriano vildi fara aftur til Flamengo en þjálfari liðsins, Vanderlei Luxemburgo, var á móti að fá þennan vandræðagemling í sitt lið enda Adriano þekktur fyrir óreglu og vandræði utan vallar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×