Fundu ástríðuna aftur í Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2011 08:00 Sam Tillen, Steven Lennon og Alan Lowing áttu stóran þátt í velgengni Fram á seinni hluta tímabilsins, rétt eins og Sam Hewson sem var farinn af landi brott þegar myndin var tekin.fréttablaðið/valli Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. En þá tók við ótrúlegur sprettur hjá þeim bláklæddu, sem töpuðu aðeins einum leik af síðustu sjö í deildinni (2-1 fyrir KR) og unnu fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Fram endaði í níunda sæti, þremur stigum frá fallsæti. Margir tengja gott gengi Fram við komu þeirra Stevens Lennon og Sams Hewson um mitt mót. Skyldi engan undra. Lennon tryggði Fram fyrsta sigur tímabilsins í fyrsta leik sínum er hann nýtti sér skelfileg mistök Magnúsar Þormars, markvarðar Víkings. „Markvörðurinn var óheppinn,“ segir Lennon um atvikið. „En þetta var mikilvægt augnablik og átti ef til vill stóran þátt í því að við náðum að snúa genginu við. Lið í fallbaráttu eru yfirleitt ekki svona heppin en við þurftum á þessu að halda.“ Íslensku strákarnir líka góðirStuttu síðar bættist Hewson í hópinn og náði hann að binda saman miðju Framara og bæta þannig sóknarleik liðsins til muna. Lennon tekur þó fram að það voru ekki bara Bretarnir sem léku vel undir lok tímabilsins. „Ömmi (Ögmundur Kristinsson markvörður) var okkar besti maður í sumar og fleiri voru að spila vel.“ Sam Tillen var að klára sitt fjórða tímabil hjá Fram og þekkir því orðið ansi vel til í Safamýrinni. „Allir þrír (Bretarnir) voru frábærir í sumar. Þeir eru ekki síst góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir drengir með frábært viðhorf. Það skiptir máli,“ segir Tillen. „Ég man þegar ég kom fyrst til Fram. Þá voru hérna Danir sem voru hér á kolröngum forsendum. Það var ótrúlegt að sjá hversu slakt viðhorf þeir voru með,“ bætir hann við. „En með tilkomu strákanna í sumar fundum við ákveðið jafnvægi í liðinu og það er ljóst að hefðu þeir komið fyrr hefði okkur gengið betur í sumar.“ Þeir Tillen, Lowing og Hewson voru allir samningsbundnir Fram til lengri tíma en í gær bættist svo Steven Lennon í hópinn eftir að hafa samið við liðið til 2013. „Ég nýt þess að spila fótbolta í Fram og skiptir það mestu,“ segir Lennon. „Ég vona að ég fái tvö góð ár með Fram og að ég standi mig það vel að ég komist svo í stærri deild.“ Margir týnast og hætta 22 áraAllir fjórir leikmennirnir ólust upp hjá stórum breskum félögum. Þeir Lowing og Lennon hjá Glasgow Rangers, Tillen hjá Chelsea og Hewson var í áratug hjá Manchester United, um tíma sem fyrirliði U-18 liðs félagsins. Allir eiga þeir að baki leiki með yngri landsliðum Englands og Skotlands. Tillen segir að fjölmargir knattspyrnumenn sem alast upp hjá stórfélögum eigi það til að týnast. „Þeir leikmenn sem ekki komast að í aðalliðinu enda langflestir í neðri deildunum. Þar er fótboltinn allt annar en þeir hafa vanist og var það líka tilfellið hjá mér. Ég fór til Brentford og síðustu átján mánuðirnir þar voru ömurlegir. Ég hataði æfingarnar og hlakkaði aldrei til að spila leikina. Margir í mínum sporum týnast einfaldlega og hætta svo 22 ára gamlir, þó svo að þeir hafi sem unglingar verið taldir í hópi efnilegustu leikmanna landsins.“ Frelsi til að njóta sínAllir þeir þrír sem Fréttablaðið ræddi við minntust á þjálfarann Þorvald Örlygsson og þökkuðu honum fyrir traustið sem þeir fengu undir hans stjórn. Lowing fær orðið: „Þorvaldur sá til þess að sjálfstraustið var alltaf mikið. Hann gaf okkur frelsi til að spila og við vissum að þetta væri bara tímaspursmál. Svo þegar að Sam og Steven komu þá fengum við þetta litla sem vantaði upp á.“ Tillen tekur undir þetta. „Ég fékk aftur ástríðu fyrir fótboltanum hjá Fram. Mér líður eins og ég sé 10-11 ára gamall á nýjan leik og get ekki beðið eftir næstu æfingu eða leik. Um það á fótboltinn að snúast.“ Tillen býr hér á landi en þeir Hewson, Lowing og Lennon snúa nú aftur til síns heima en koma aftur í nóvember þegar undirbúningstímabilið hefst. „Það verður ný reynsla og mjög ólíkt því sem ég þekki,“ sagði Lowing um tilhugsunina við sex mánaða undirbúningstímabil um hávetur á Íslandi. „En ég óttast ekkert þá tilhugsun og hlakka til að upplifa eitthvað nýtt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. En þá tók við ótrúlegur sprettur hjá þeim bláklæddu, sem töpuðu aðeins einum leik af síðustu sjö í deildinni (2-1 fyrir KR) og unnu fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Fram endaði í níunda sæti, þremur stigum frá fallsæti. Margir tengja gott gengi Fram við komu þeirra Stevens Lennon og Sams Hewson um mitt mót. Skyldi engan undra. Lennon tryggði Fram fyrsta sigur tímabilsins í fyrsta leik sínum er hann nýtti sér skelfileg mistök Magnúsar Þormars, markvarðar Víkings. „Markvörðurinn var óheppinn,“ segir Lennon um atvikið. „En þetta var mikilvægt augnablik og átti ef til vill stóran þátt í því að við náðum að snúa genginu við. Lið í fallbaráttu eru yfirleitt ekki svona heppin en við þurftum á þessu að halda.“ Íslensku strákarnir líka góðirStuttu síðar bættist Hewson í hópinn og náði hann að binda saman miðju Framara og bæta þannig sóknarleik liðsins til muna. Lennon tekur þó fram að það voru ekki bara Bretarnir sem léku vel undir lok tímabilsins. „Ömmi (Ögmundur Kristinsson markvörður) var okkar besti maður í sumar og fleiri voru að spila vel.“ Sam Tillen var að klára sitt fjórða tímabil hjá Fram og þekkir því orðið ansi vel til í Safamýrinni. „Allir þrír (Bretarnir) voru frábærir í sumar. Þeir eru ekki síst góðir knattspyrnumenn heldur einnig góðir drengir með frábært viðhorf. Það skiptir máli,“ segir Tillen. „Ég man þegar ég kom fyrst til Fram. Þá voru hérna Danir sem voru hér á kolröngum forsendum. Það var ótrúlegt að sjá hversu slakt viðhorf þeir voru með,“ bætir hann við. „En með tilkomu strákanna í sumar fundum við ákveðið jafnvægi í liðinu og það er ljóst að hefðu þeir komið fyrr hefði okkur gengið betur í sumar.“ Þeir Tillen, Lowing og Hewson voru allir samningsbundnir Fram til lengri tíma en í gær bættist svo Steven Lennon í hópinn eftir að hafa samið við liðið til 2013. „Ég nýt þess að spila fótbolta í Fram og skiptir það mestu,“ segir Lennon. „Ég vona að ég fái tvö góð ár með Fram og að ég standi mig það vel að ég komist svo í stærri deild.“ Margir týnast og hætta 22 áraAllir fjórir leikmennirnir ólust upp hjá stórum breskum félögum. Þeir Lowing og Lennon hjá Glasgow Rangers, Tillen hjá Chelsea og Hewson var í áratug hjá Manchester United, um tíma sem fyrirliði U-18 liðs félagsins. Allir eiga þeir að baki leiki með yngri landsliðum Englands og Skotlands. Tillen segir að fjölmargir knattspyrnumenn sem alast upp hjá stórfélögum eigi það til að týnast. „Þeir leikmenn sem ekki komast að í aðalliðinu enda langflestir í neðri deildunum. Þar er fótboltinn allt annar en þeir hafa vanist og var það líka tilfellið hjá mér. Ég fór til Brentford og síðustu átján mánuðirnir þar voru ömurlegir. Ég hataði æfingarnar og hlakkaði aldrei til að spila leikina. Margir í mínum sporum týnast einfaldlega og hætta svo 22 ára gamlir, þó svo að þeir hafi sem unglingar verið taldir í hópi efnilegustu leikmanna landsins.“ Frelsi til að njóta sínAllir þeir þrír sem Fréttablaðið ræddi við minntust á þjálfarann Þorvald Örlygsson og þökkuðu honum fyrir traustið sem þeir fengu undir hans stjórn. Lowing fær orðið: „Þorvaldur sá til þess að sjálfstraustið var alltaf mikið. Hann gaf okkur frelsi til að spila og við vissum að þetta væri bara tímaspursmál. Svo þegar að Sam og Steven komu þá fengum við þetta litla sem vantaði upp á.“ Tillen tekur undir þetta. „Ég fékk aftur ástríðu fyrir fótboltanum hjá Fram. Mér líður eins og ég sé 10-11 ára gamall á nýjan leik og get ekki beðið eftir næstu æfingu eða leik. Um það á fótboltinn að snúast.“ Tillen býr hér á landi en þeir Hewson, Lowing og Lennon snúa nú aftur til síns heima en koma aftur í nóvember þegar undirbúningstímabilið hefst. „Það verður ný reynsla og mjög ólíkt því sem ég þekki,“ sagði Lowing um tilhugsunina við sex mánaða undirbúningstímabil um hávetur á Íslandi. „En ég óttast ekkert þá tilhugsun og hlakka til að upplifa eitthvað nýtt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira