Fótbolti

Fékk 960 þúsund króna sekt fyrir að drulla yfir dómara á twitter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Neymar, 19 ára stjörnuleikmaður brasilíska liðsins Santos og einn eftirsóttasti ungi leikmaður heimssins, hefur dæmdur til að greiða 6000 evru sekt fyrir skrif sín um dómarann Sandro Meira Ricci inn á twitter-síðu sinni. Þetta gerir um 960 þúsund íslenskar krónur.

Neymar var ósáttur með frammistöðu Ricci í tapleik á móti Vitoria árið 2010 og drullaði yfir dómarann á twitter. Hann skrifaði að dómararnir væru alltaf á móti Santos-liðinu og kallaði Ricci meðal annars þjóf. Dómarinn fór með málið fyrir dóm og vann það síðan í gær.

Lögfræðingar Brasilíumannsins héldu því fram að vinur Neymar hafi skrifað þessa færslu en dómarinn hlustaði ekki á þau rök.

„Ábyrgðin er þess sem á twitter-síðuna og heldur henni úti en ekki þess sem skrifar einstaka færslu," sagði lögfræðingur dómarans.

Sandro Meira Ricci ætlar að gefa peninginn sem Neymar þarf að greiða honum til góðgerðamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×