Enski boltinn

Búið að reka Bruce frá Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Sunderland.
Steve Bruce, stjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland leysti í dag knattspyrnustjórann Steve Bruce frá störfum. Hann er fyrsti stjórinn í deildinni sem fær að taka poka sinn á leiktíðinni.

Sunderland vann aðeins tvo af fyrstu þrettán leikjum sínum á tímabilinu, nú síðast fyrir Wigan á heimavelli, 2-1. Bruce kom gekk til liðs við Sunderland árið 2009, einmitt frá Wigan.

Liðið náði tíunda sæti ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en var í sjötta sæti um mitt tímabil. Þá var hins vegar ákveðið að selja Darren Bent til Aston Villa fyrir metfé og svo fór annar framherji, Asamoah Gyan, óvænt frá félaginu í september eftir ósætti við Bruce. Gyan var lánaður til félags á Arabíuskaga.

Sunderland hefur tapað átta af síðustu deildarleikjum sínum og fannst forráðamönnum félagsins nóg komið. „Það kemur í minn hlut að gæta hagsmuna félagsins og get ég fullvissað alla um að þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði stjórnarformaðurinn Ellis Short við enska fjölmiðla í dag.

„Úrslitin þetta tímabilin hafa því miður ekki verið nógu góð og mér finnst tímabært að breyta til.“

Sunderland er í sextánda sæti deildarinnar með ellefu stig eftir þrettán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×