Enski boltinn

Dalglish hrósaði Bellamy mikið eftir gærkvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish var ánægður með frammistöðu Craig Bellamy í 2-0 sigrinum á Chelsea í enska deildarbikarnum í gærkvöldi en velski framherjinn lagði meðal annars upp bæði mörk Liverpool í leiknum.

Bellamy var ekki með á móti Manchester City um helgina því hann dróg sig út úr hópnum eftir að hann frétti af fráfalli góðs vinar síns og landa Gary Speed.

„Við vitum að hann er frábær fótboltamaður en hann átti skelfilegan dag á sunnudaginn þegar Speedy, maður sem hann leit á sem lærifaðir sinn, lést," sagði Kenny Dalglish eftir leikinn.

„Að hann skuli að koma til baka eftir slíkt áfall og spila eins og hann gerði í kvöld segir mikið um hans persónuleika og andlega styrk," sagði Dalglish.

Craig Bellamy lagði upp fyrra markið fyrir Maxi Rodríguez sem þurfti bara að renna boltanum í tómt markið og seinna markið var skallamark frá Martin Kelly eftir frábæra aukaspyrnu frá Bellamy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×