Enski boltinn

Joe Hart syngur Wonderwall með stæl

Joe Hart, markvörður Man. City, er ekki bara öflugur á milli stanganna heldur er hann einnig mikill sprelligosi sem og góður söngvari. Að eigin sögn hið minnsta.

Hart gerði sér lítið fyrir og tók hið fræga lag Oasis, Wonderwall, á æfingu liðsins á dögunum. Verður ekki annað sagt en að hann hafi gefið allt í lagið.

Oasis-bræðurnir, Noel og Liam, eru eflaust hæstánægðir með þessa frammistöðu enda eru þeir báðir klettharðir stuðningsmenn liðsins.

Sönginn má sjá í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×