Enski boltinn

Newcastle vill líka fá Beckham

Elvar Geir Magnússon skrifar

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur mikinn áhuga á að fá David Beckham til félagsins. Beckham er í leit að félagi til að fara til á lánssamningi nú í janúar og er talið líklegast að Tottenham verði fyrir valinu.

Everton hefur einnig verið nefnt en Newcastle ætlar að reyna sitt besta til að krækja í þennan gríðarlega vinsæla leikmann.

„David Beckham myndi bæta liðið á margskonar hátt. Það hafa engar viðræður átt sér stað en ég vil ekki útiloka neitt. Það getur ýmislegt gerst í þessari viku," segir Pardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×