Fótbolti

Fjórir í U-21 hópi Dana í A-landsliðið - Bendtner með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal.
Nicklas Bendtner í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur valið þá 23 leikmenn sem hann ætlar að taka með sér til Íslands fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli laugardaginn 4. júní. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2012.

Fjórir leikmenn í hópnum eru einnig í U-21 liði Dana sem keppir á EM þar í landi í næsta mánuði. Þeir eru Simon Kjær, Christian Eriksen, Mathias Jörgensen og Daniel Wass.

Til samanburðar má nefna að í A-landsliði Íslands sem Ólafur Jóhannesson valdi í dag fyrir leikinn gegn Dönum eru níu leikmenn sem eru gjaldgengir í U-21 lið Íslands.

Nicklas Bendtner, leikmaður Arsenal, er í A-liðinu en hann mun ekki spila með U-21 liðinu í sumar þrátt fyrir að vera gjaldgengur í liðið. Hann mun því mæta til Íslands í næstu viku.

Hópurinn í heild sinniMarkverðir:

Thomas Sørensen, Stoke City

Stephan Andersen, Brøndby IF

Kasper Schmeichel, Leeds United

Aðrir leikmenn:

Daniel Wass, Brøndby IF

Lars Jacobsen, West Ham

Simon Busk Poulsen, AZ Alkmaar

Leon Jessen, 1. FC Kaiserslautern

Bo Svensson, 1. FSV Mainz 05

Simon Kjær, VfL Wolfsburg

Mathias „Zanka" Jørgensen, FC København

Jakob Poulsen, FC Midtjylland

Christian Poulsen, Liverpool

William Kvist, FC København

Kasper Lorentzen, FC Randers

Niki Zimling, NEC Nijmegen

Dennis Rommedahl, Olympiacos SC

Thomas Enevoldsen, FC Groningen

Michael Krohn-Dehli, Brøndby IF

Lasse Schöne, NEC Nijmegen

Christían Eriksen, AFC Ajax Amsterdam

Nicklas Bendtner, Arsenal

Mads Junker, Roda JC

Morten Skoubo, Roda JC




Fleiri fréttir

Sjá meira


×