Geir vonast til þess að komast til London í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 14:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á blaðamannfundi í dag. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn. Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn. „UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson. „UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir. „Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn. Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn. „UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson. „UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir. „Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn