Enski boltinn

Hutchison: Torres kæmist ekki í byrjunarliðið hjá Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Don Hutchison, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Fernando Torres hafi ekki staðið sig vel á tímabilinu til þessa.

Liverpool hefur gengið skelfilega á fyrri hluta tímabilsins og er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 tap fyrir Blackburn á miðvikudagskvöldið.

Hutchison telur að Torres hafi verið langt frá sínu besta á tímabilinu.

„Fernando Torres - frammistaða hans og vinnuframlag inn á vellinum hafar verið léleg. Ef ég væri í stöðu Roy [Hodgson, knattspyrnustjóra] myndi ég reyna að kaupa framherja í fremstu röð nú í janúar. Einhvern sem getur spilað um hverja helgi."

„Ég tel að ef að ef Sir Alex Ferguson væri nú stjóri Torres myndi hann ekki vera í byrjunarliðinu. Ferguson hefur áður tekið góða menn úr sínu byrjunarliði - til dæmis Berbatov og Rooney."

„Því miður verður Roy að nota Torres því hann er leikmaður í heimsklassa. En frammistaða hans hefur verið í meðallagi, í besta falli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×