Fótbolti

Sky segir Kolbein vera á leið á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona metur Sky Sports hæfileika Kolbeins. Mynd/Sky
Svona metur Sky Sports hæfileika Kolbeins. Mynd/Sky

Kolbeinn Sigþórsson er heldur betur búinn að stimpla sig inn i Evrópuboltann á síðustu vikum. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í einum leik á dögunum og slíkt gerist ekki á hverjum degi.

Kolbeinn er undir smásjá njósnara Sky Sports þar sem útkoma njósnarans sé sú að hann sé á leið á toppinn. Sky segir að hann sé einn af 20 bestu framherjum Evrópu.

Sky rekur feril Kolbeins og greinir frá því að hann hafi á sínum tíma æft með liðum eins og Real Madrid, Arsenal og Ajax.

Segir einnig að Kolbeinn sé frábær framherji með mikið markanef. Hann sé sterkur í loftinu, snöggur og með góðar snertingar á bolta.

Sky spáir því að næsta stopp Kolbeins geti verið í ensku úrvalsdeildinni og Arsenal sé ekki ólíklegur áfangastaður enda hafi Arsene Wenger lengi fylgst með Kolbeini.

Hægt er að lesa greinina um Kolbein hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×