Enski boltinn

Huddersfield tapaði loksins í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yann Kermogant fagnar marki sínu í kvöld.
Yann Kermogant fagnar marki sínu í kvöld.
Huddersfield tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik á árinu 2011 er liðið mætti toppliði Charlton í ensku C-deildinni. Leiknum lauk með 2-0 sigri Charlton sem kom sér þar með í tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Huddersfield hafði slegið met í ensku deildakeppninnin með því að spila 43 deildarleiki í röð án taps. Metið nær þó ekki yfir ensku úrvalsdeildina sem stofnuð var árið 1992. Þar á Arsenal samskonar met en liðið lék 49 leiki í röð án taps frá 2003 til 2004.

Lee Clark er stjóri Huddersfield sem er þrátt fyrir þessa góðu rispu í þriðja sæti ensku C-deildarinnar með 38 stig, einu stigi á eftir Sheffield Wednesday. Charlton er svo á toppnum með 49 stig.

Yann Kermorgant og Hogam Ephraim skoruðu mörk Charlton í kvöld. Jóhannes Karl Guðjónsson er á mála hjá Huddersfield en var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en áður í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×