Fótbolti

Falleg mörk hjá Kolbeini - myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn kom Ajax í 3-0 63. mínútu með fallegu marki. Þá stakk hann sér fram fyrir sofandi miðverði Vitesse og kláraði boltann í nærhornið með vinstri fæti. Ekki ósvipað markinu gegn Venlo í síðustu umferð.

Síðar mark Kolbeins var ekki síðra. Þá átti hann misheppnaða hælsendingu í lappirnar á mótherja. Kolbeinn var hins vegar fljótur að vinna boltann aftur, lék í átt að teignum og lét skotið ríða af. Neðst í markhornið fór boltinn, óverjandi fyrir markvörð Vitesse.

Öll mörk Ajax voru reyndar í glæsilegri kantinum í kvöld.

Stutta samantekt með mörkunum má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×