Enski boltinn

Nasri: Heimsklassaleikmenn ekki lengur hræddir við að koma til City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/Nordic Photos/AFP
Samir Nasri er sannfærður um að hann geti orðið ensku meistari á sínu fyrsta ári með Manchester City en Nasri gekk frá félagsskiptum sínum frá Arsenal í vikunni. Nasri gæti spilað sinn fyrsta leik með City á móti Tottenham á sunnudaginn.

Nasri segist ekki hafa valið City út af peningunum þótt að hann sé að fá tvöfalt hærri laun hjá City en Arsenal gat boðið honum. „Ég ætla að leyfa fólki að halda það sem það vill. Ég veit af hverju ég valdi að fara til City og það snérist algjörlega um fótboltalegu hliðarnar," sagði Samir Nasri.

„Við munum ekki sjá það fyrr en í vor hvort ég næ að vinna titil með City og þá kannski getur fólk endurhugsað þær kenningar sínar um að ég hafi valið City útaf peningunum," sagði Nasri.

„Ég tel að City geti orðið enskur meistari og að mínu mati er okkar lið aðal keppninautur Manchester United um titilinn á þessu tímabili," sagði Nasri.

„Félagið er búið að fjárfesta mikið í leikmönnum á síðustu þremur árum og hingað eru komnir margir hágæða leikmenn. Heimsklassaleikmenn eru ekki lengur hræddir við að koma til City og Sergio Aguero er gott dæmi um það," sagði Nasri.

„Ég sé hæfileikana í þessu liði og veit að við getum unnið titla. Þetta er klúbbur framtíðarinnar," sagði Nasri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×