Enski boltinn

West Ham og Tottenham í viðræðum um Scott Parker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker.
Scott Parker. Mynd/Nordic Photos/Getty
West Ham hefur staðfest það við Sky Sports að félagið sé í viðræðum við Tottenham um kaup þess síðarnefnda á enska landsliðsmiðjumanninum Scott Parker. Parker hefur verið á leiðinni frá Upton Park síðan að West Ham féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Scott Parker hefur spilað fyrstu leiki tímabilsins hjá West Ham en Sam Allardyce er nú stjóri liðsins.

Queens Park Rangers, Stoke og Aston Villa hafa einnig sýnt Parker áhuga en það lítur út fyrir að Harry Redknapp eigi nú mesta möguleika á að krækja í þennan snjalla miðjumann. Queens Park Rangers bauð fjórar milljónir í Parker í vikunni en West Ham hafnaði því tilboði.

Harry Redknapp hefur lengi verið í aðdáendaklúbb Scott Parker en Parker er orðinn 30 ára gamall og því að detta inn á lokakaflann á sínum ferli. Redknapp er að reyna að styrkja sitt lið áður en félagsskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×