Enski boltinn

Arsene Wenger: Það vantaði allan neista í liðið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þurfti á horfa upp á sitt lið tapa 0-1 á móti b-deildarliðinu Ipswich í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Arsenal fær tækifæri til að bæta fyrir tapiða á heimavelli eftir tæpar tvær vikur.

„Liðið er að spila svo marga leiki og það mátti sjá í kvöld að það vantaði allan neista í liðið," sagði Arsene Wenger eftir leikinn.

„Ipswich var beittara liðið í þessum leik. Þeir skora samt sigurmarkið sitt eftir mistök hjá okkur sem þeir nýttu sér vel," sagði Wenger.

„Það jákvæða er að við eigum seinni leikinn á heimavelli og það gæti ráðið úrslitum. Við munum ekki alltaf spila eins og við gerðum í kvöld," sagði Wenger en Ipswich tapaði 7-0 á móti Chelsea í enska bikarnum fyrir nokkrum dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×