Enski boltinn

Sókndjarfur Svartfellingur á leiðinni til Blackburn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vukcevic í baráttu við Ashley Young í landsleik Englands og Svartfjallalands.
Vukcevic í baráttu við Ashley Young í landsleik Englands og Svartfjallalands. Nordic Photos/AFP
Simon Vukcevic, landsliðsmaður Svartfjallalands, er á leið til Blackburn Rovers ef marka má breska fjölmiðla. Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

Vukcevic er örvfættur sókndjarfur miðjumaður og stærstu kaup Blackburn í sumar, hingað til. Hann kemur frá Sportin Lissabon og er kaupverðið talið vera um fjórar milljónir evra eða sem nemur rúmum 650 milljónum íslenskra króna.

Stærstu kaup Blackburn í sumar fram til þessa eru kaupin á skoska sóknarmanninum David Goodwillie frá Dundee United.

Blackburn er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar að loknum tveimur leikjum. Knattspyrnustjórinn Steve Kean hefur því um nóg að hugsa en hann missti nýverið ökuprófið fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×