Enski boltinn

West Brom vill fá Macheda á láni frá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
West Brom er að vonast til þess að Manchester United sé reiðubúið að lána félaginu hinn nítján ára Frederico Macheda.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að stjóri West Brom, Roberto di Matteo, sýnir Macheda áhuga.

„Við skoðuðum Macheda strax í upphafi síðasta tímabils," sagði di Matteo í samtali við enska fjölmiðla.

„Hann er sóknarmaður og okkur vantar sóknarmann. Það er undir Manchester United komið hvort þeir vilji lána okkur leikmanninn."

Di Matteo hefur einnig verið sagður áhugasamur um að fá John Carew frá Aston Villa en Norðmaðurinn er á leið frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×