Innlent

Forystusauðir á stall í Þistilfirði

Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum.

Við förum náttúrlega fyrst á Gunnarsstaði til að hefja leitina að forystufé í Þistilfirði og þar í fjárhúsunum bendir Axel Jóhannesson bóndi okkur á nokkrar forystukindur. Þær eru öðruvísi útlits, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 um málið.

Þistilfirðingum þykja þetta svo merkilegar skepnur að þeir hafa ákveðið að stofna fræðasetur um forystufé, og hefur sveitarfélagið afhent gamla félagsheimilið að Svalbarði undir starfsemina. Sjálfboðaliðar úr sveitinni, undir forystu Daníels Péturs Hansen, hjálpast að við endunýja gamla félagsheimilið en stefnt er að því að opna fræðasetrið sumarið 2012, eftir rúmt ár.

Í Þistilfirði velkjast menn ekki í vafa um að fræðasetur um forystufé á hvergi betur heima en þar í sveit. Rökin má sjá í frétt Stöðvar 2.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×