Innlent

Gríðarlegur viðbúnaður vegna skotárásar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd er tekin af lögreglumönnum á vakt við Sævarhöfðann í kvöld.
Þessi mynd er tekin af lögreglumönnum á vakt við Sævarhöfðann í kvöld. mynd/ egill.
Segja má að lögreglan sé með gríðarlegan viðbúnað eftir að tilkynnt var um að skotið hefði verið úr byssu á bíl við Sævarhöfða í kvöld. Lögreglumenn vakta enn svæðið við Sævarhöfða. Tilkynnt var um skotárásina laust eftir klukkan tíu og fóru lögreglumenn umsvifalaust á vettvang. Svo virðist sem engan hafi sakað í skotárásinni.

Mannsins er meðal annars leitað í Bryggjuhverfinu.mynd/ Egill
Þeir lögreglumenn sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur rætt við hafa ekkert viljað segja um gang mála. Fréttastofa hefur séð í það minnsta þrjá merkta lögreglubíla í austurhluta borgarinnar þar sem mannsins er leitað. Meðal annars stendur lögreglan vaktina í Bryggjuhverfinu. Þá hefur fréttastofa séð einn bíl á vegum sérsveitarinnar.


Tengdar fréttir

Skotið á bíl við Sævarhöfða

Skotið var á bíl við bílaumboð Ingvars Helgasonar og B&L við Sævarhöfða í Reykjavík um tíuleytið í kvöld. Fréttavefur Morgunblaðsins fullyrðir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við lögreglu vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×