Enski boltinn

Nolan baðst afsökunar á ummælum um Carroll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim jákvæðu ummælum sem hann lét falla um að Andy Carroll hafi farið til Liverpool.

Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda á mánudaginn en hann og Nolan eru góðir vinir.

Nolan hélt sjálfur með Liverpool þegar hann var krakki og sagði í samtali við sjónvarpsstöð Liverpool að hann væri ánægður með að Carroll væri að ganga til liðs við svo frábært félag.

„Ef stuðningsmönnunum líkar ekki við það sem ég sagði bið ég þá afsökunar á því," sagði Nolan.

„En ég er orðinn ansi þreyttur á þessu máli. Ég vil bara að því ljúki og við getum haldið áfram."

„Það síðasta sem ég vil gera er að koma stuðningsmönnum okkur í uppnám vegna þess að þeir hafa verið frábærir."

„Það varð enginn fyrir jafn miklum vonbrigðum að Carroll ákvað að fara en ég. Hann er ekki einungis frábær leikmaður heldur mjög góður vinur minn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×