Innlent

„Þetta fer að verða réttarfarslegt hneyksli“

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vonar að Landsdómur komi saman sem fyrst. Hann segir málið hafa verið dregið á langinn af ástæðulausu og talar um réttarfarslegt hneyksli.

Líkt og við greindum frá í fréttum í gær mun Landsdómur að öllum líkindum vera kallaður saman í næstu viku í fyrsta sinn í sögu Lýðveldisins. Geir fékk ekki að krefjast þess fyrir Héraðsdómi að málshöfðun Alþingis gegn honum yrði felld niður og kærði þá ákvörðun til Landsdsóms sem í kjölfarði mun þurfa að úrskurða um hæfi dómenda.

Þetta mál hefur legið þungt á Geir undanfarið, en hvað finnst honum um tíðindi gærdagsins?

„Ég vona að hann komi saman sem fyrst, það hefur verið mín krafa lengi. Því hefur hinsvegar verið hafnað af forseta landsdóms af sérstökum ástæðum. Ég tel að það stefni í að þetta sé að verða réttarfarslegt hneyksli. Ekki bara pólitískt séð þar sem forystumenn Vinsgri Grænna og fleiri eru að koma höggi á gamlan pólitískan andstæðing, mig. Heldur er einnig lögfræðilegt hnneykslismál í uppsiglingu og það þykir mér miður," segir Geir

Hann hafi þurft að bíða mánuðum saman aðgerðarlaus og upp hlaðist kostnaður á öllum vígstöðvum. Hann telur að búið sé að draga málið á langinn af ástæðulausu.

„Eins og ég segi þá er þetta að verða réttarfarslegt hneyksli, og ég skal fara vel yfir það við gott tækifæri hvað ég meina með því," segir Geir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×