Frægur vegarkafli hverfur í sumar 10. janúar 2011 19:15 Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. Vegarkaflinn er á sunnanverðum Vestfjörðum og liggur um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Flutningabílstjóri á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, Kristinn Sigurjónsson, tók myndskeið, sem fylgir fréttinni, þegar hann ók um þennan kafla í febrúar fyrir tveimur árum. Það sýnir vel hversu mjór og hlykkjóttur þjóðvegurinn er á þessum kafla og með svo mörgum blindbeygjum að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Það er líka sérstakt við veginn þarna að hann liggur um bæjarhlaðið á Skálanesi og svo nærri húsunum að flutningabílinn nánast sleikir gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar starfrækti til ársins 2000. Staðurinn er hluti af kvikmyndasögu Íslands því þarna voru fyrir 20 árum tekin upp atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, þegar kaupfélagsútbúið var ennþá í rekstri. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín léku aðalhlutverkin eftirminnilega og þetta er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. En nú fer hver að verða síðastur að aka um gamla veginn þarna. Vegagerðin hefur ákveðið að leggja nýjan þriggja kílómetra langan vegarkafla fjær bænum og ofar í hlíðinni, malbikaðan, beinan og breiðan samkvæmt nútímastöðlum. Tilboð verða opnuð í næstu viku og á nýi vegurinn að vera tilbúinn innan tíu mánaða, fyrir 1. nóvember næstkomandi. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. Vegarkaflinn er á sunnanverðum Vestfjörðum og liggur um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Flutningabílstjóri á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, Kristinn Sigurjónsson, tók myndskeið, sem fylgir fréttinni, þegar hann ók um þennan kafla í febrúar fyrir tveimur árum. Það sýnir vel hversu mjór og hlykkjóttur þjóðvegurinn er á þessum kafla og með svo mörgum blindbeygjum að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Það er líka sérstakt við veginn þarna að hann liggur um bæjarhlaðið á Skálanesi og svo nærri húsunum að flutningabílinn nánast sleikir gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar starfrækti til ársins 2000. Staðurinn er hluti af kvikmyndasögu Íslands því þarna voru fyrir 20 árum tekin upp atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, þegar kaupfélagsútbúið var ennþá í rekstri. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín léku aðalhlutverkin eftirminnilega og þetta er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. En nú fer hver að verða síðastur að aka um gamla veginn þarna. Vegagerðin hefur ákveðið að leggja nýjan þriggja kílómetra langan vegarkafla fjær bænum og ofar í hlíðinni, malbikaðan, beinan og breiðan samkvæmt nútímastöðlum. Tilboð verða opnuð í næstu viku og á nýi vegurinn að vera tilbúinn innan tíu mánaða, fyrir 1. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira