Frægur vegarkafli hverfur í sumar 10. janúar 2011 19:15 Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. Vegarkaflinn er á sunnanverðum Vestfjörðum og liggur um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Flutningabílstjóri á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, Kristinn Sigurjónsson, tók myndskeið, sem fylgir fréttinni, þegar hann ók um þennan kafla í febrúar fyrir tveimur árum. Það sýnir vel hversu mjór og hlykkjóttur þjóðvegurinn er á þessum kafla og með svo mörgum blindbeygjum að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Það er líka sérstakt við veginn þarna að hann liggur um bæjarhlaðið á Skálanesi og svo nærri húsunum að flutningabílinn nánast sleikir gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar starfrækti til ársins 2000. Staðurinn er hluti af kvikmyndasögu Íslands því þarna voru fyrir 20 árum tekin upp atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, þegar kaupfélagsútbúið var ennþá í rekstri. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín léku aðalhlutverkin eftirminnilega og þetta er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. En nú fer hver að verða síðastur að aka um gamla veginn þarna. Vegagerðin hefur ákveðið að leggja nýjan þriggja kílómetra langan vegarkafla fjær bænum og ofar í hlíðinni, malbikaðan, beinan og breiðan samkvæmt nútímastöðlum. Tilboð verða opnuð í næstu viku og á nýi vegurinn að vera tilbúinn innan tíu mánaða, fyrir 1. nóvember næstkomandi. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. Vegarkaflinn er á sunnanverðum Vestfjörðum og liggur um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Flutningabílstjóri á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, Kristinn Sigurjónsson, tók myndskeið, sem fylgir fréttinni, þegar hann ók um þennan kafla í febrúar fyrir tveimur árum. Það sýnir vel hversu mjór og hlykkjóttur þjóðvegurinn er á þessum kafla og með svo mörgum blindbeygjum að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Það er líka sérstakt við veginn þarna að hann liggur um bæjarhlaðið á Skálanesi og svo nærri húsunum að flutningabílinn nánast sleikir gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar starfrækti til ársins 2000. Staðurinn er hluti af kvikmyndasögu Íslands því þarna voru fyrir 20 árum tekin upp atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, þegar kaupfélagsútbúið var ennþá í rekstri. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín léku aðalhlutverkin eftirminnilega og þetta er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. En nú fer hver að verða síðastur að aka um gamla veginn þarna. Vegagerðin hefur ákveðið að leggja nýjan þriggja kílómetra langan vegarkafla fjær bænum og ofar í hlíðinni, malbikaðan, beinan og breiðan samkvæmt nútímastöðlum. Tilboð verða opnuð í næstu viku og á nýi vegurinn að vera tilbúinn innan tíu mánaða, fyrir 1. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira