Enski boltinn

Clarke ráðinn til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clarke er hér með Zola.
Clarke er hér með Zola.

Liverpool tilkynnti í dag að það hefði ráðið Steve Clarke í þjálfarateymi félagsins. Clarke er þaulvanur kappi sem var áður hjá Chelsea, Newcastle og West Ham.

Hann er fyrsti maðurinn sem Kenny Dalglish, nýráðinn knattspyrnustjóri félagsins, ræður til félagsins en hann ætlar að gera einhverjar breytingar á þjálfarahópnum.

Clarke yfirgaf West Ham síðasta sumar en hann vann þar með Gianfranco Zola. Hann vann einnig með Jose Mourinho á sínum tíma hjá Chelsea.

"Steve er frábær viðbót við þjálfaralið okkar og ég er afar ánægður að fá hann til félagsins," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×