Fótbolti

Ólafur Jóhannesson valdi Iniesta og Del Bosque besta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi með verðlaunin í kvöld.
Lionel Messi með verðlaunin í kvöld. Mynd/AP
FIFA gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld hvaða leikmenn fengu atkvæði frá fulltrúum Íslands í kjöri FIFA og France Football á besta knattspyrnumanni heims. Landliðsþjálfarinn, landsliðsfyrirliðinn og einn blaðamaður höfðu atkvæðisrétt frá hverju landi.

Það var Lionel Messi sem fékk Gullboltann í kvöld en hann fékk þó aðeins atkvæði frá landsliðsfyrirliðanum Hermanni Hreiðarssyni. Messi fékk ekki atkvæði frá landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni eða blaðamanninum Víði Sigurðssyni sem voru ekki með Argentínumanninn á topp þrjú hjá sér.

Ólafur kaus Spánverjann Andrés Iniesta bestan, Hollendingurinn Wesley Sneijder varð annar hjá honum og í þriðja sætinu kom síðan Spánverjinn Xavi.

Hermann kaus Lionel Messi bestan, Andrés Iniesta varð í öðru sæti og Wesley Sneijder í því þriðja.

Víðir kaus Úrúgvæmanninn Diego Forlán bestan, Xavi varð í öðru sæti hjá honum og í þriðja sætinu koma síðan Spánverjinn David Villa.

Þeir félagar kusu einnig um besta þjálfarann og var enginn þeirra með Jose Mourinho í efsta sæti á sínum lista en portúgalski þjálfarinn hlaut verðlaunin í kvöld.

Ólafur, Hermann og Víðir völdu allir Vicente Del Bosque, þjálfara heismeistaraliðs Spánverja, besta þjálfara ársins, José Mourinho varð í 2. sæti hjá Ólafi og Víði en komst ekki á lista hjá Hermanni sem varð með þá Joachim Löw og Pep Guardiola í næstu sætum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×