Enski boltinn

Henry þjálfar framherja Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry er kominn "heim".
Henry er kominn "heim".

Thierry Henry er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Arsenal og þeir glöddust er hann kom aftur til æfinga hjá félaginu í dag. Hann mun æfa með liðinu næstu daga svo hann fari til Bandaríkjanna í góðu formi.

Hann mun einnig nota tækifærið og aðstoða framherja liðsins.

Honum er ætlað að kenna þeim eitt og annað enda kann Henry vel að skora fyrir liðið.

Henry skoraði 226 mörk fyrir Arsenal í 370 leikjum á átta árum. Það verður að teljast einkar vel gert.

Strákar eins og Theo Walcott eiga eflaust eftir að græða á því að læra af Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×